
Hugum að framtíðinni og endurnýtum!
BÓKA BÁSOpnunartímar Ríteil
Mán-Fös 10-19
Laugardaga 10-18
Sunnudaga 12-18
Þú velur á milli Almennar eða Lúxus básaleigu!
Almenn básaleiga
Þú mætir, setur upp vörurnar þínar og sækir að lokinni básaleigu. Starfsfólk Ríteil reynir eftir fremsta megni að halda básnum snyrtilegum en við mælum með að þú mætir reglulega, til að fylla á og fylgjast með básnum þínum.
Sjá frekari upplýsingar undir ferlið hér: Ferlið
Lúxus básaleiga
Við komum til þín að sækja vörurnar (innan höfuðborgarsvæðis). Við setjum vörurnar inn í kerfið, gufum ef þarf, tökum myndir, setjum verðmiða og þjófavarnir á vöruna, fyllum á básinn reglulega og tökum til daglega.
Við tökum svo niður básinn í lokin, pökkum vörunum og geymum í allt að 7 daga.
Sjá frekari upplýsingar undir ferlið hér: Ferlið

Við opnum Ríteil KIDS 09.07
Glæsileg ný barnahringrásarverslun í Holtagörðum. Opið til 21:00 á miðvikudaginn. Verið hjartanlega velkomin að kíkja á okkur. :D
♻️Hringrásin okkar♻️
Í dag eru sífellt fleiri að verða meðvitaðir um áhrif neytenda á jörðina okkar og mikilvægi þess að endurnýta allt sem við mögulega getum. Þar af leiðandi ákváðum við að leggja okkar af mörkum og opna flotta verslun sem selur notaðar vörur fyrir alla.

Skráðu þig á Póstlista!
Vertu með á póstlista og fáðu skemmtilegar fréttir af Ríteil.