Ferlið

Hér fyrir neðan finnur þú leiðbeiningar um hvernig þú bókar bás og hvaða þjónustu þú velur 

                                                                                                 

Val á þjónustu- Það eru tvær leiðir í boði, annars vegar Hefðbundin básaleiga og hins vegar Lúxus básaleiga.

HEFÐBUNDIN BÁSALEIGA

Þú bókar bás- Þú velur þér básategund Herra eða Almennan Bás í 7, 14, 21 eða 28 daga. Þú velur upphafsdag leigu og hvaða bás þú vilt. Næst fyllir þú út persónuupplýsingar og greiðir. Þú færð sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á „Mitt Ríteil“.

Skráning á söluvörum- Þegar þú hefur skráð þig inn á „Mitt Ríteil“ skráir þú vörur með því að fara í „vörur“ og ýta á „bæta við vöru“. Þú lýsir flíkinni eða vörunni þinni með greinagóðri lýsingu t.d. „Svartur Andreu samfestingur“ og síðan skráir þú það verð sem þér finnst æskilegt. Við mælum með að setja myndir af vörum til að auglýsa vöruna betur á vefnum okkar. 

 

Þú mætir í verslun okkar að Smáratorgi 3 til að setja upp básinn þinn. þú hefur rétt á básnum deginum fyrir uphaf tímabilsins klukkutíma fyrir lokun (18:00 á virkum dögum og laugardögum, 17:00 á sunnudögum) eða klukkan 10:00 sama dag og leigutímabil hefst. Ef þessar tímasetningar henta ekki má senda okkur tölvupóst á riteil@riteil.is  og við finnum út úr því. Við komuna afhendum við þér verðmiða og merkibyssu, síðan ferð þú inn í afmarkað rými þar sem þú hefur aðgang að fataslá, merkimiðum, þjófavörnum, herðartrjám (venjuleg,buxna og barna) og gufuvélum til þess að undirbúa þínar vörur í rólegheitum. Síðan setur þú vörurnar þínar í þinn bás. Starfsfólk Ríteil reynir eftir fremsta megni að halda básnum snyrtilegum en við mælum með að þú mætir reglulega, til að fylla á og fylgjast með básnum þínum og sækir óseldar vörur að lokinni básaleigu.

Ef að þú vilt gefa óseldar vörur í góðgerðarstarfsemi þá þarft þú að senda okkur tölvupóst fyrir lok básaleigu og þá munum við taka niður básinn í lok leigutímabils.

LÚXUS BÁSALEIGA

Þú bókar bás- Þú velur þér básategund Herra eða Almennan Bás í lúxusleigu. Þú velur þér lengd timabils 28, 35 eða 42 daga. Þú velur upphafsdag leigu og hvaða bás þú vilt. Næst fyllir þú út persónuupplýsingar og greiðir. Þú færð sendan tölvupóst með upplýsingum um það hvernig þú skráir þig inn á „Mitt Ríteil“.

Ef þú ert með ákveðna verðhugmynd um það hvað hver vara eigi að kosta þá ferðu inná „Mitt Ríteil“ og skráir vörur með góðri lýsingu, stærð og verð t.d. Svört Andrea kápa M 15.000 kr. Annars vegar er hægt að pakka öllu saman, og setja vörur sem eiga að vera á sama verði í sér poka/kassa og merkja t.d. 8 flíkur saman 3000kr hver vara, 14 flíkur 12.000kr hver vara.  Þriðji kosturinn er að  Ríteil ákveði verðlagningu á vöru. Ef að þú ákveður að starfsfólk Ríteil verðleggi vöru þá veitið þið okkur skilyrðislaust leyfi til að ákveða verð á hverja vöru. Þú verður að senda okkur tölvupóst um hvaða leið á verðlagningu þú velur. 

Við mætum heim til þín og sækjum vörurnar a.m.k viku fyrir fyrsta dag básaleigu, þú færð sendan tölvupóst um það hvenær við sækjum vörurnar. Vörur eru sóttar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 17:00 og 21:00. Að sjálfsögðu er velkomið að skutla vörunum til okkar að smáratorgi 3 og við tökum við og græjum.

Við setjum verðmiða og þjófavarnir(yfir 1.500kr) á vörurnar, gufustraujum, komum vörum snyrtilega fyrir á básnum þínum, fyllum á básinn reglulega, tökum til daglega, tökum niður bás í lokin, pökkum vörum og geymum í allt að 7 daga án gjalds.

Ef að þú vilt gefa óseldar vörur í góðgerðarstarfsemi þá þarft þú að senda okkur tölvupóst fyrir lok básaleigu.

Vörur á vefnum- Við mælum með að þið séuð dugleg að taka myndir af vörum ykkar og deila á samfélagsmiðlum t.d. Instagram og Facebook.

Fylgjast með sölunni- Þú getur fylgst reglulega með sölunni þinni inná „Mitt Ríteil“.

Breytingar á verði eða afsláttur- Alltaf er hægt að breyta verðum á vörum. Það er gert inn á “Mitt Ríteil” undir “vörur”, þar velur þú vöruna og breytir verði. Ef þú breytir verði á vöru þarf að koma sem fyrst í verslun og fá nýjan merkimiða til að setja á vöruna. Verð vöru uppfærist strax í sölukerfinu og því selst varan samkvæmt því. Miðar sem búið er að strika yfir eru ógildir og seljast samkvæmt verði í sölukerfi.


Ef þú vilt gefa afslátt á vörum í bás meðan á leigutímabilinu stendur er best að hafa samband við verslun eða í gegnum netfangið riteil@riteil.is  og við setjum afslátt á básinn. Við erum með 25%, 30% og 50% afsláttarmiða til merkingar.


Ef þú vilt ekki setja ákveðnar vörur á afslátt getur þú fjarlægt þær úr sölu áður en þú virkjar afsláttinn.

Lok básaleigu- Í lok básaleigu, á síðasta degi sölu, kemur þú til að ganga frá básnum þínum og sækja vörur sem eftir eru. Mán-Fös kemur þú klukkan 17:00 en klukkan 16:00 um helgar. Næsti básleigjandi á rétt á básnum klukkustund fyrir lokun daginn áður en hans básaleiga hefst. ATH Lúxus básaleiga þá hefur þú allt að viku til að sækja vörurnar þínar eftir að básaleigu lýkur, án gjalds.

Mikilvægt er að þegar þú kemur að þú gefir þig fram við starfsmann í afgreiðslu og látir vita að þú sért að tæma bás. Vinsamlegast hafið skilríki meðferðis. Starfsfólk leiðbeinir básleigjanda um að sækja slá, setja vörur sínar á hana og koma með slána í niðurtektarherbergið, þar sem starfsfólk fer yfir verðmiða á vörunum og fjarlægir þjófavarnir. ATH starfsfólk Ríteil pakkar saman vörum fyrir Lúxus básaleigu.

Komist þú ekki á tilsettum tíma er hægt að semja við starfsfólk Ríteil fyrir klukkan 16 daginn sem básaleigu lýkur, um að tæma bás fyrir leigjanda gegn 3000kr gjaldi. Hægt er að sækja um þessa þjónustu með því að hringja í verslun okkar í síma 497-1415 eða senda tölvupóst á riteil@riteil.isEf ekkert er um samið, tekur starfsfólk Ríteil niður básinn gegn 4000 kr gjaldi. 

Starfsfólk geymir vörurnar í 7 daga að hámarki en 1.000 króna geymslugjald er innheimt fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá Ríteil. Eftir þessa 7 daga eru vörurnar í eigu Ríteil. Sæki básleigjandi ekki vörurnar sínar verða þessi gjöld (taka niður bás+ geymslugjald) dregin af söluhagnaði áður en hann er greiddur til básaleigjanda. Viðskiptavinir sem að ætla ekki að sækja óseldar vörur geta látið Ríteil vita með því að senda tölvupóst áður en básaleigu lýkur. Söluhagnað af ósóttum vörum og vörum sem enda sem eign Ríteil verða gefnar til góðgerðarsamtaka. 

Ef þú hefur valið Lúxus básaleigu geymum við vörurnar þínar í allt að 7 daga án auka gjalds.

Ef eitthvað er óskýrt eða spurningar vakna er um að gera að hafa samband við okkur! 

Sími: 497-1415

Netfang: riteil@riteil.is