Niðurtekt Leiga
Kæri básaleigjandi,
Nú er básaleigu þinni að ljúka sjá bókun á (Mitt riteil)
Almenn leiga
Í lok básaleigu, á síðasta degi sölu, kemur þú til að ganga frá básnum þínum og sækja vörur sem eftir eru. Mán-Fös kemur þú klukkan 17:00 en klukkan 16:00 um helgar.
Næsti básleigjandi á rétt á básnum klukkustund fyrir lokun daginn áður en hans básaleiga hefst. Mikilvægt er að þegar þú kemur að þú gefir þig fram við starfsmann í afgreiðslu og látir vita að þú sért að tæma bás. Vinsamlegast hafið skilríki meðferðis. Starfsfólk leiðbeinir básleigjanda um að sækja slá, setja vörur sínar á hana og koma með slána í niðurtektarherbergið, þar sem starfsfólk fer yfir verðmiða á vörunum og fjarlægir þjófavarnir.
Komist þú ekki á tilsettum tíma er hægt að semja við starfsfólk Ríteil fyrir klukkan 16 daginn sem básaleigu lýkur, um að tæma bás fyrir leigjanda gegn 3000kr gjaldi. Hægt er að sækja um þessa þjónustu með því að hringja í verslun okkar í síma 497-1415 eða senda tölvupóst á riteil@riteil.is. Ef ekkert er um samið, tekur starfsfólk Ríteil niður básinn gegn 4000 kr gjaldi.
Starfsfólk geymir vörurnar í 7 daga að hámarki en 1.000 króna geymslugjald er innheimt fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá Ríteil. Eftir þessa 7 daga eru vörurnar í eigu Ríteil.
Sæki básleigjandi ekki vörurnar sínar verða þessi gjöld (taka niður bás+ geymslugjald) dregin af söluhagnaði áður en hann er greiddur til básaleigjanda.
Viðskiptavinir sem að ætla ekki að sækja óseldar vörur geta látið Ríteil vita með því að senda tölvupóst áður en básaleigu lýkur. Söluhagnaður af ósóttum vörum og vörum sem enda sem eign Ríteil verða gefnar til góðgerðarsamtaka.
Lúxusleiga
Þar sem þú ert með lúxusþjónustu mun starfsfólk Ríteil sjá um að taka niður vörurnar þínar, pakka saman og geyma í allt að 7 daga án gjalds. Ef að vörur eru ekki sóttar innan þessa 7 daga teljast þær eign Rítel og verða seldar áfram og allur söluhagnaður fer í góðgerðarstarf. Ef vitað er fyrirfram að vörur verða ekki sóttar þá má gjarnan senda okkur tölvupóst á riteil@riteil.is eða hringja í síma: 4971415